Borgunarbikarinn; Kári – NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Þá er komið að fyrsta mótsleik sumarsins þegar við heimsækjum Kára á Akranesi í fyrstu umferð Borgunarbikarsins. Njarðvik og Kári hafa aldrei mæst í leik áður. Sigurvegarinn úr viðureignin mætir síðan 1. deildar liði Selfoss þann 10. maí á Selfossi.

 

Kári

Knattspyrnufélagið Kári tók fyrst þátt í Íslandsmóti í 3. deild  (nú 4. deild) en vann sér sæti í 3. deild 2014 og er að hefja sitt annað ár í deildinni.

Leikurinn hefst kl. 16:00 í Akraneshöllinni.

Dómari  Örvar Sær Gíslason
Aðstoðardómari 1  Kristinn Friðrik Hrafnsson
Aðstoðardómari 2  Kristján Már Ólafs