Borgunarbikarinn; Stál-úlfur – NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Þá hefst keppnistímabilið fyrir alvöru eftir nærri sex mánaða undirbúningstímabil, 1. umferð Borgunarbikarsins. Andstæðingar okkar er 4. deildar lið Stál-úlfs úr Kópavogi, Sigurvegri úr þessum leik mætir ÍR á heimavelli sínum á laugardaginn kemur.

Njarðvík hefur aldrei áður leikið við Stál-úlf, hvaða lið er Stál-úlfur?

Félagið var stofnað í byrjun ársins 2010 af þekktum Litháískum íþróttamönnum, búsettum hér á landi. Hugmyndin og tilgangur félagsins er meðal annars að búa til vettvang fyrir íþróttaáhugamenn af erlendum uppruna; hvetja til heilbrigðra lífshátta, efla sjálfsmynd og aðstoða innflytjendur að aðlagast íslensku samfélagi. Þetta gerum við með því að stuðla að virkum og skemmtilegum samskiptum milli Íslendinga og innflytjenda í gegnum íþróttir. Þátttaka í íþróttastarfi rýfur bæði einangrun fólks af erlendum uppruna, eflir samkennd og vináttu. Félagið hefur aðstöðu í Kórnum.“

Svo vekur nafnið athygli líka, hvaðan er það komið?

Nafnið: „Lituanica“ var ekki samþykkt hjá ÍSÍ og því völdum við íslenskt nafn sem tengist landi okkar á einhvern hátt. Þetta má að miklu leyti rekja til sögu um Vilnius – höfuborgar Litháens. Í þessari sögu er talað um járn-úlf sem Gediminas, hertogi, sá í draumi sínum. Við vorum ekki lengi að ákveða okkur en vildum bæta aðeins um betur því stál er sterkara en járn. Þannig kom nafnið „Stál-úlfur“ til.

Upplýsingar þessar eru að finna í þessari umfjöllun um félagið Stál-úlfur blæs til sóknar

Borgunarbikarinn-2014

Stál-úlfur – Njarðvík
Kórinn gerfigras
mánudaginn 24. apríl kl. 18:45

Dómari; Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Aðstoðardómari 1; Bjarki Óskarsson
Aðstoðardómari 2; Kjartan Gauti Gíslason