Breiðablik-Njarðvík í Smáranum í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvík heimsækir Breiðablik í Subwaydeild kvenna í kvöld sunnudagskvöldið 3. desember. Viðureign liðanna hefst kl. 19:15.

Nokkuð skilur á milli liðanna í deildinni um þessar mundir. Blikar í 9. sæti með 2 stig en Njarðvík í 3. sæti með 14 stig og getur smokrað sér upp í 2. sætið á ný með sigri.

Eins og stuðningsfólki gæti verið kunnugt leikur Tynice Martin ekki meira með liðinu á þessu tímabili og er því ekki með í kvöld.

Viðureign kvöldsins er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Áfram Njarðvík