Brynjar Atli í byrjunarliði í sigurleik með U 18Prenta

Fótbolti

Brynjar Atli Bragason var í byrjunarliði U 18 landsliðsins sem sigraði  Slóvakiu 3 – 0 á æfingamóti í Tékklandi í dag. Mörkin í leiknum gerðu þeir Dagur Dan Þórhallsson tvö mörk úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik. og Ágúst Hlynsson bætti síðan við þriðja markinu undir lok leiksins. Ísland tapaði 3-0 gegn heimamönnum Tékkum í gær en lokaleikur liðsins í riðlinum er svo gegn Úkraínu á föstudag. Þetta var sjötti landsleikur Brynjars Atla.

Mynd/ KSÍ