Brynjar Atli Bragason lék í dag sinn fyrsta landsleik þegar hann stóð í markinu hjá U 17 ára liðinu gegn Svíþjóð í Finnlandi í dag. Ísland tók forystuna með marki Birkis Heimissonar en Svíar náðu að jafn og leiddu í hálfleik. Birkir jafnaði í leikinn og Viktor Andrason náði síðan að skora sigurmarkið.
Við óskum Brynjari Atla til hamingju með sinn fyrsta af vonandi fleiri landsleikjum.
Mynd/ Brynjar Atli í landsliðsbúningnum.