Brynjar Atli Bragason hefur verið valin í U19 ára landsliðshópinn sem heldur til Tyrklands sem tekur þátt í undankeppni EM 2019 í Antalaya Tyrklandi dagana 11. – 21. nóvember. Íslenska liðið leikur við heimamenn Tyrki þann 14. nóvember, 17. nóvember við England og 20.nóvember við Moldavíu. Brynjar Atli sem var í láni hjá Víði í Garði sl. sumar á þegar að baki fimm landsleiki með U17 ára landsliðinu.