Búið að staðfesta Faxaflóamót yngri flokkaPrenta

Fótbolti

Faxaflóamót yngri flokka er að hefjast á næstu dögum og er búið að staðfesta leikdaga okkar liða fram að áramótum, eftir áramót verða hugsanlega gerðar breytingar á leikdögum ef þess þarf. Sú breyting hefur verið gerð í 2. og 3. flokki karla en nú eru Reykjavíkurfélög komin inní mótið sem heitir núna Reykjavíkur/Faxaflóamótið.

Fyrir utan þessa flokka eru það 4. flokkur drengja (með tvö lið), 5. flokkur drengja (fimm lið) og 5. flokkur stúlkna (tvö lið). Keppni stendur yfir fram á vor. Búið er að setja tengla á öll mótin inná síður flokkanna á umfn.is 

Hér eru síður flokkanna.

2. flokkur karlar   3. flokkur karlar  4. flokkur karlar  5.flokkur karlar  5.flokkur stúlkur