Buljan og Montgomery halda heim á leiðPrenta

Körfubolti

Zvonko Buljan og Ryan Montgomery eru á heimleið og leika ekki með Njarðvík þegar boltinn fer af stað aftur. Strákarnir óskuðu báðir eftir því að losna og halda heim til fjölskyldna sinna á þessum tíma.

Klúbburinn skilur afstöðu þeirra og hefur orðið við ósk þeirra að losna og halda heim á leið. Það hefur náttúrulega reynst leikmönnum afar erfitt að halda sér við og æfa við þær aðstæður sem eru uppi um þessar mundir og leikmönnunum þótti báðum betra að halda til síns heima og koma sér í aðstæður þar sem þeir geta hið minnsta æft og haldið sér við fyrir framtíðina.

Félagið þakkar Zvonko og Ryan þeirra framlag til félagsins og óskar þeim alls hins besta í framhaldinu.

Mynd/ www.mbl.is – Buljan í eina deildarleiknum til þessa á leiktíðinni gegn KR.