Buljan semur við NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Zvonko Buljan frá Króatíu um að leika með karlaliði félagsins í vetur. Buljan er 33 ára og 206 sm miðherji sem útskrifaðist úr TCU háskólanum árið 2010 með 12,2 stig og 8,6 fráköst. Þess má geta að Helena Sverrisdóttir lék einmitt með kvennaliði TCU á þessum árum.

Kappinn hefur spilað ansi víða síðan og má þar nefna þýsku Bundesliguna, Ungverjaland, Kýpur, Slóveníu, Grikkland, Argentínu, Sviss, Belgíu og Rúmeníu og hann lék meðal annars í Euro Cup Challenge árin sem hann var í Þýskalandi, Kýpur, Ungverjalandi og Slóveníu. Þá varð hann tvöfaldur meistari í Slóveníu árið 2014.

Félagið bindur að sjálfsögðu vonir við að þessi reynslumikli leikmaður styrki hópinn okkar vel og hann verður kominn í slaginn með liðinu fljótlega.