Búningar og búnaður
Eins og í hverri annarri íþrótt er ýmiss útbúnaður nauðsynlegur á sundæfingum. Sundmenn þurfa græjur sem hjálpa þeim við æfingarnar alveg eins og fótboltamaður þarf takkaskó og bolta.
Í yngri hópum er þessi útbúnaður til staðar fyrir þá í lauginni en eldri sundmenn VERDA að eiga þeirra eigin græjur.
Það er of algengt að sundmenn séu að fá lánaðan búnað hjá öðrum sem svo týnist eða gleymist að skila.
Þegar sundmenn færast upp í Framtíðarhóp þurfa ALLIR að kaupa sér nokkra mikilvæga hluti.
1) Froskalappir, mjúkar og langar-skoðið undir froskalappirnar, þær ættu að vera flatar, fremur látlausar og flipinn sveigjanlegur en ekki of linur eða of stífur. Ég mæli með Falcon Diving Fins ef þið hafið tök á því að nálgast þær en það eru til margar aðrar gerðir til. Ekki kaupa froskalappir sem eru úr plasti eða zoomers (stuttar froskalappir).
2) Kútur. Mér finnst bestir þeir sem eru úr frauðplasti en kútar úr plasti geta líka verið í lagi. Eitt sem þarf að hafa í huga varðandi plastkútana er að ef tappinn týnist er kúturinn ónýtur og einnig ef kúturinn lekur. Það er líka þægilegra að synda með mjúka kúta.
3) Spaðar- ættu að vera aðeins stærri en höndin en ekki meira en 50% stærri. Hjá yngri sundmönnum ætti að vera bæði teygja bæði yfir handarbakið og fingur. Eiga að vera nokkuð flatir svo hægt sé að nota þá í öllum sundtökum og lögunin lík lögun handarinnar. Spaðar sem eru of stórir geta leitt til of mikils álags á axlir og geta valdið meiðslum.
Athugið: Það eru til svooooo margar gerðir af spöðum. Það er líklegt að þegar sundmenn þroskast og fer fram safni þeir að sér ýmsum gerðum af spöðum til dæmis anti spaðar, fulcrum spaðar, fingraspaða, styrktarspaða en byrjið á einföldum spöðum sem eru aðeins stærri en höndin og í laginu eins og höndin.
4) Poki/net fyrir áhöld-þetta er til þess að halda öllu á sínum stað. Vinsamlega yfirfarið netið reglulega, sumir eru með svo mörg og stór göt á pokunum sínum að hætta er á að eitthvað detti úr og týnist.
5) Korkur-sumir sundmenn vilja eiga sinn eigin kork en annars eru þeir til staðar í lauginni. Ef þið kaupið kork á hann að vera einfaldur í lögun og ferkantaður. Þríhyrningsaga kork er ekki hægt að nota í mörgum æfingum sem við gerum.
Búast má við að það bætist í netið eftir þegar sundmaður færist upp um hóp.
Allir sundmenn í Keppnishópi og Landsliðshópi eiga að eiga teygju. Þær kosta ekkert og er að finna í poka undir borðinu í herberginu þar sem við geymum netin.
Sundmenn í þessum hópum þurfa einnig að kaupa 1) fallhlíf 2) anti spaða, á síðasta tímabili keyptu flestir þetta í gegn um félagið.
Búningana okkar má sjá á þessari mynd. Tvisvar á ári auglýsum við hér á síðunni og með tölvupósti hvenær hægt er að panta búninga.