Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Bandaríkjamanninn Chaz Calvaron Williams. Chaz bætist við sem annar Bandaríkjamaður í Njarðtaks-gryfjunni en hann er leikstjórnandi.
Chaz er staðháttum kunnur á Íslandi en tímabilið 2017-2018 kláraði hann leiktíðina hjá Þór Þorlákshöfn undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar þjálfara.
Chaz kom til landsins í morgun og hefur æfingar með liðinu strax í dag. Ólíklegt þykir að hann verði leikfær á föstudag en miðað er við að hann verði klár í slaginn gegn Þór Akureyri í næstu viku.