Cintamani klæðir Hester í kuldanumPrenta

Körfubolti

Þegar menn gera leikmannasamninga norður í höfum þá vill það gleymast að taka veðrið með í reikninginn. Nýjasta ljónið í hjörðinni, Antonio Hester, kom til landsins án tilhlýðilegrar yfirhafnar og að sjálfsögðu varð að leysa úr þeim vanda.

Vinir okkar hjá Cintamani voru ekki lengi að svara kallinu og klæddu Hester upp í vetrarúlpu sem hæfir íslenskum veðuraðstæðum en kappinn kom alla leið frá Miami en þar ku víst vera eitthvert annað loftslag en gengur og gerist hér á landi.

Hafsteinn Sveinsson liðsmaður stjórnar Körfuknattleiksdeildarinnar sótti gripinn á dögunum í verslun Cintamani en allar vörur þeirra eru þrautreyndar af íslensku útivistarfólki og hannaðar til þess að uppfylla ítrustu kröfur fyrir íslenskt veðurfar. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur sendir Cintamani kærar þakkir fyrir en hér geta áhugasamir skoðað vöruúrval Cintamani.


Hester var að vonum sáttur með stoðsendinguna frá Cintamani.