Í dag fagnar Aliyah Collier 25 ára afmæli. Eins og flestum er kunnugt fór Collier hamförum á síðustu leiktíð þegar Njarðvík landaði Íslandsmeistaratitlinum í Subwaydeild kvenna. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur óskar Collier innilega til hamingju með daginn!
Þegar nánar er að gáð kemur nokkuð skemmtileg staðreynd í ljós því Lele Hardy á einnig afmæli í dag 6. september. Fyrir einmitt 10 árum síðan fór Hardy líkt og Collier á kostum fyrir Njarðvík þegar Ljónynjur urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Til að bæta enn ofan á líkindi þessara leikmanna þá auðvitað koma þær báðar frá hinum öfluga Clemson háskóla. Það virðist því verða áratugahefð fyrir því í Njarðvík að fá stoðsendingar frá Clemson háskólanum, spurning hver það verði frá Clemson 2032 sem fædd er 6. september og semji við Njarðvík?
Happy birthday!