Collier besti leikmaður meistaraflokks kvenna 2021-2022Prenta

Körfubolti

Rúnar Ingi Erlingsson og Lárus Ingi Magnússon þjálfarar Íslandsmeistara Njarðvíkur í Subwaydeild kvenna hafa valið sína verðlaunahafa fyrir leiktíðina. Það kemur væntanlega fáum á óvart að þeir hafi valið Aliyah Collier sem besta leikmann tímabilsins.

Besti leikmaður: Aliyah Collier
Besti íslenski leikmaðurinn: Vilborg Jónsdóttir
Mestar framfarir: Lára Ösp Ásgeirsdóttir
Besti liðsfélaginn: Anna Lilja Ásgeirsdóttir