Collier fjórða stigahæsta í sögunniPrenta

Körfubolti

Óhætt er að segja að Aliyah Collier hafi sett eftirminnlegt mark sitt á Subwaydeild kvenna á síðustu leiktíð þar sem hún varð bæði Íslandsmeistari með Njarðvík og valin besti leikmaður úrslitakeppninnar. Þessi herforingi á vellinum skaust einnig eins og eldflaug upp metalistann í Ljónagryfjunni og á aðeins einni leiktíð varð hún fjórði stigahæsti leikmaður meistaraflokks kvenna í Njarðvík í úrvalsdeild.

Collier gerði alls 792 stig í Subwaydeildinni sem gerir hana að fjórða stigahæsta leikmanni Njarðvíkurkvenna í sögunni. Athugið að þetta á aðeins við um stig skoruð í efstu deild kvenna (úrvalsdeild). Þá skaust Collier einnig alla leið upp í annað sæti á öðrum lista sem eru flest stig skoruð fyrir Njarðvík í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar.

Báða listana má sjá hér að neðan en þar kemur glöggt fram að Auður Jónsdóttir er enn sú sem flest stig hefur skorað í úrvalsdeild af íslenskum leikmönnum fyrir Njarðvík. En stigahæsti íslenski leikmaðurinn í úrslitakeppninni er aftur á móti Ólöf Helga Pálsdóttir Woods sem varð m.a. Íslands- og bikarmeistari með Njarðvík árið 2012.

Topp 10: Flest stig í úrvalsdeild kvenna – deild og úrslitakeppni

Lele Hardy 1635
Carmen Tyson-Thomas 850
Auður R. Jónsdóttir 849
Aliyah A´taeya Collier 792
Shane Baker-Brice 766
Shayla Fields 716
Eva Stefánsdóttir 707
Bryndís H. Magnúsdóttir 701
Helga Jónasdóttir 681
Shalonda R. Winton 674

Topp 10: Flest stig í úrvalsdeild kvenna – úrslitakeppni

Shayla Fields 232
Aliyah A´taeya Collier 224
Shanke Baker-Brice 212
Lele Hardy 192
Julia Dempier 178
Dita Liepkaine 133
Lavina Joao Gomes De Silva 117
Ólöf Helga Pálsdóttir Woods 97
Diane Diéné Oumou 93
Petrúnella Skúladóttir 77