Njarðvík skellti sér upp í 3. sæti Subwaydeildar kvenna í gærkvöldi með 70-78 sigri á ÍR. Lavina De Silva lék ekki með í gær sökum smávægilegra meiðsla en í hennar fjarveru var það Aliyah Collier sem lýsti upp tölfræðiblaðið.
Collier rakaði inn 48 framlagspunktum þegar hún skoraði 29 stig, tók 18 fráköst, gaf 7 stoðsendingar, stal 6 boltum og varði fjögur skot! Með leiknum í gær setti Collier framlagsmet á tímabilinu eða 48 eins og áður greinir. Næst í röðinni var Raquel Laniero með 18 stig, 6 stoðsendingar og 6 fráköst.
Hér að neðan má sjá umfjallanir um leikinn:
Karfan.is: Íslandsmeistararnir stungu nýliðana af í seinni hálfleik
Karfan.is: Lykill: Aliyah Collier
VF.is: Tveir Suðurnesjasigrar í gær