Collier og Isabella leikmenn ársins hjá EurobasketPrenta

Körfubolti

Vefsíðan Eurobasket.com velur ár hvert bestu leikmenn í deildunum Evrópu og nú hefur vefsíðan birt valið sitt fyrir Ísland. Hjá Eurobasket var Aliyah Collier valin leikmaður ársins og bakvörður ársins og Isabella Ósk Sigurðardóttir valin besti íslenski leikmaðurinn.

Þá var Kiana Johnson hjá Val besti leikmaður úrslitanna og Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari ársins. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur óskar Collier og Isabellu til hamingju með útnefninguna hjá Eurobasket. Heildarvalið má sjá hér.