Covid 19
Hér að neðan má sjá helstu upplýsingar er varða Covid 19 frá Ungmennafélaginu.
Below information regarding Covid 19 from UMFN.
Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins og einnig á sameiginlegum vef embætti landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra Nýjustu upplýsingar varðandi takmarkanir og reglur á íþróttastarfi í landinu má finna á vef Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að fylgjast vel og reglulega með heimasíðu og facebooksíðum sinna flokka ásamt skilaboðum og tölvupóstum frá félaginu. Einstaklingar sem finna fyrir einkennum og/eða hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti eru beðnir um að halda sig heima og eru hvattir til þess að hringja í síma 1700 fyrir frekari leiðbeiningar. | |
Allt íþróttastarf er hagað eftir reglum hverju sinni. Þjálfarar einstakra flokka verða í sambandi við sína iðkendur ef breytingar eru á starfsemi Við hvetjum alla til þess að fara eftir tilmælum yfirvalda og huga vel að bæði andlegri og líkamlegri heilsa. | |
English: All sports activities are done in accordance with regulations set by the authorities. Coaches will contact their relevant participants for changes that need to be done with practices or other measures that need to be enforced. We encourage everyone to follow the recommendations of authorities and take care of both mental and physical health. Together we will overcome this wave like we did with the first one. |
Uppfært 10. des 2020
Allar æfingar og keppni í íþróttum er enn óheimil. Heimild er veitt til æfinga í efstu deildum kvenna og karla og afreksfólks.
Íþróttaæfingar iðkenda fædd árið 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deildum. Þetta þýðir þó ekki að ekki allir geti stundað íþróttir því þau lið sem ekki eru í efstu deild í sinni íþrótt geta ekki æft þótt liðið sé í meistaraflokki.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í dag breytingar á sóttvarnaráðstöfunum. Þær taka gildi á fimmtudag, 10. desember og eiga að vara til þriðjudagsins 12. janúar 2021. Breytingarnar eru að mestu í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.
Reglurnar sem gilda frá 10. desember 2020 – 12. janúar 2021:
Keppni
- Öll keppni í íþróttum, bæði barna og fullorðinna, eru óheimil.
Æfingar
- Íþróttaæfingar einstaklinga fæddra 2004 og fyrr, eru óheimilar, svo og íþróttaæfingar án snertingar innandyra.
- Þrátt fyrir ákvæði um að ákvæði um einstaklinga fædda 2004 og fyrr þá er veitt heimild fyrir æfingum í efstu deild kvenna og karla í hverju sérsambandi innan ÍSÍ. Jafnframt eru æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum innan ÍSÍ heimilar.
- Hámarksfjöldi í hverju rými er 25 manns. Sameiginleg búningsaðstaða verði lokuð. Sameiginleg áhöld verði sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag og þess gætt að loftræsting sé í lagi og loftað vel út nokkrum sinnum yfir daginn.
- Íþróttaæfingar utandyra án snertingar eru heimilar, svo sem útihlaup, reiðmennska, skíðaíþróttir og þess háttar.
- Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar.
- Öllum er heimilt að stunda skipulagðar æfingar utandyra sem krefjast ekki snertingar.
- Sund og baðstaðir: Heimilt verður að hafa opið fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd 2005 og síðar teljast ekki þar með.
- Börn: Ákvæði um fjöldatakmörkun, nálægðartakmörkun og grímuskyldu taka ekki til barna sem fædd eru 2005 og síðar.
- Íþróttaæfingar barna fæddra 2005 og síðar, inni og úti, með og án snertingar eru heimilar með þeim fjöldatakmörkunum sem gilda í skólastarfi.
- Ráðherra getur veitt undanþágu frá banni við íþróttastarfi fyrir einstaka viðburði, svo sem vegna alþjóðlegra keppnisleikja hér á landi eða vegna æfinga í næst efstu deild sérsambands Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands ef hún er skilgreind á sama afreksstigi og efsta deild, enda sé gætt fylltu sóttvarnaráðstafana að öðru leyti.
Ofangreint þýðir sem dæmi að ef félag er með kvennalið í efstu deild og karlalið í 2. deild þá má kvennaliðið æfa en ekki karlaliðið. Það þýðir enn fremur að séu fleiri en eitt félag í sveitarfélagi þá ræðst af því í hvaða deild liðið spilar hvort það megi hefja æfingar samkvæmt reglugerðinni.
Þetta þýðir líka að ungmenni, 16-18 ára, þurfa áfram að bíða eftir því að hefja æfingar með félögum sínum, séu þau ekki í meistaraflokki, afreksfólk í einstaklingsbundnum greinum eða að æfa utandyra án snertingar.
Nánari upplýsingar er að finna á vef heilbrigðisráðuneytisins og í eftirfarandi reglugerðum heilbrigðisráðherra og minnisblöðum sóttvarnalæknis:
- Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar
- Reglugerð um 4. breytingu á reglugerð um takmörkun á skólahaldi vegna farsóttar
- Minnisblað sóttvarnalæknis um samkomutakmarkanir
- Minnisblað sóttvarnalæknis um takmarkanir á skólastarfi
Uppfærðar fréttir 1.12.2020
Á vef heilbrigðisráðuneytis kemur fram að heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til 9. desember næstkomandi.
Þetta er gert í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis sem ræður gegn því að slaka á sóttvörnum í augnablikinu vegna þróunar faraldursins síðustu daga. Áður hafði verið vonast til þess að einhverjar tilslakanir yrðu gerðar 2. desember nk.
Í ljósi fjölgunar smita og hópsýkinga, ásamt því að fjöldi þeirra sem greinast utan sóttkvíar stefnir í línulegan vöxt og hugsanlega veldisvöxt, þá sé tillaga sóttvarnalæknis að engar breytingar verði gerðar á gildandi sóttvarnaráðsstöfunum, þ.e. takmörkunum á samkomum og skólastarfi næstu eina til tvær vikur.
Við endurskoðun sóttvarnaráðstafana, sem hefjast þegar í stað, verður meðal annars horft til þess hvort að tilefni sé til að gera tilslakanir á landsbyggðinni umfram höfuðborgarsvæðið í samræmi við hugleiðingar sóttvarnalæknis í minnisblaði dagsettu í dag, 30. nóvember.
Þessi tíðindi þýða, því miður, að engar breytingar verða á takmörkunum á íþróttastarfi til 9. desember nk.
Æfingar barna á leik- og grunnskólaaldri f. 2005 og síðar eru heimilar jafnt úti sem inni, það á einnig um sundæfingar.
Ekki þarf að halda sömu hópaskiptingu í íþróttastarfi eins og er í grunnskólastarfi. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.-4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.-10. bekk að hámarki 25. saman. Grímuskylda þjálfara gildir gagnvart börnum í 8.-10. bekk sé ekki mögulegt að viðhafa 2m fjarlægðarreglu. Börn í 1.-7. bekk eru undanþegin grímuskyldu, sé ekki unnt fyrir börn í 8.-10. bekk að viðhafa 2m fjarlægðarreglu utan æfingasvæðis ber þeim að nota grímu.
Áfram gildir að íþróttir fullorðinna, þar með talið æfingar og keppni, hvort sem er innandyra eða utandyra, með snertingar eða án, eru óheimilar. Einstaklingsbundnar æfingar, án snertingar eru heimilar svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing.
Minnisblað sóttvarnalæknis, dagsett 29. nóvember 2020.
Minnisblað sóttvarnalæknis, dagsett 30. nóvember 2020.
Gildandi reglugerðir voru ekki birtar með frétt ráðuneytisins en hér fyrir neðan eru slóðir á þær reglugerðir sem birtar voru 17. nóvember sl. og tóku gildi 18. nóvember sl.
Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsótta, sem gildir frá 18. nóvember 2020.
Breyting á reglugerð um takmarkanir í skólastarfi sem gildir frá 18. nóvember 2020.
Reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar sem gildir frá 18. nóvember 2020.
Uppfærðar fréttir 19.11.2020
Íþróttastarf barna og ungmenna heimilt á nýjan leik um allt land
Leyfilegt er að blanda börnum saman í hópum í íþróttum. Slakað hefur verið mikið á grímuskyldu barna og ungmenna.
Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný um allt land á morgun (miðvikudaginn 18. nóvember), samkvæmt tilslökun mennta- og menningarmálaráðherra á samkomutakmörkunum.
Slakað verður sömuleiðis á grímuskyldu yngri barna og kennara þeirra.
Í nýrri reglugerð ráðherra um íþróttastarf barna segir:
- Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti.
- Nemendur leik- og grunnskóla er leyft að blandast á útisvæðum skóla og eru því engar takmarkanir á hópamyndun og áður.
- Samt sem áður eru fjöldamörk í hverju rými þar sem farið er eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi.
- Hvert rými eða hólf skal vera skýrt afmarkað.
- 1.-4. bekkur: Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í hverju rými.
- 5.-10. bekkur: Ekki skulu vera fleiri en 25 nemendur í hverju rými.
- Leikskólabörn: Ekki skulu fleiri en 50 leikskólabörn vera í hverju rými.
- Grunnskólabörn:
- Auk þess er ekki skylda á að börn á leik- og grunnskólaaldri beri grímur í íþróttastarfi. Þjálfari skal gera það geti hann ekki tryggt tveggja metra fjarlægðarmörk.
Sund og baðstöðum og líkamsræktarstöðvum verður áfram lokað.
UMFÍ hefur borist margar fyrirspurnir um sundlaugar. Sundæfingar mega fara fram þótt sundlaugar séu áfram lokaðar almenningi. Sóttvarnalæknir hefur þó sagt að ekki sé í skoðun nú að opna sundlaugar strax.
Íþróttir fullorðinna fæddra 2004 og fyrr, þar með taldar æfingar og keppnir, hvort sem er innan eða utandyra, með eða án snertingar, eru áfram óheimilar. Einstaklingsbundnar æfingar fullorðinna fæddra 2004 og fyrr án snertingar eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing.
Ráðherra getur veitt undanþágu frá banni við íþróttastarfi fyrir einstaka viðburði, svo sem vegna alþjóðlegra keppnisleikja hér á landi, enda sé gætt fyllstu sóttvarnaráðstafana að öðru leyti.
Börnum og ungmennum heimilt að stunda íþróttir á nýjan leik
Fagnaðarefni að íþróttastarf geti hafist að einhverju leyti í næstu viku. Börn á leikskóla og grunnskólaaldri geta hafið æfingar með og án snertingar.
Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný bæði inni og úti miðvikudaginn 18. nóvember, samkvæmt breytingum á samkomutakmörkunum.
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum.
Hefurðu spurningar?
Við vekjum sérstaka athygli á því að í minnisblaði sóttvarnalæknis sem hér fylgir að neðan segir að íþróttastarf barna og ungmenna verði leyft en án áhorfenda.
Íþróttahreyfingin hefur þegar sent spurningar til stjórnvalda. Ef stjórnendur íþrótta- og ungmennafélaga hafa frekari spurningar þá má senda þær á umfi@umfi.is.
Miðað við reglur í skólahaldi
Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman.
Að öðru leyti verða fjöldamörk aukin í 25 manns í framhaldsskólum. Hægt verður að hefja ýmsa þjónustustarfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nándar. Almennar fjöldatakmarkanir miðast þó eftir sem áður við 10 manns.
Tekið er fram í minnisblaði sóttvarnalæknis að næstu tilslakanir verði gerðar 2. desember árið 2020.
Breytingarnar sem eru kynntar nú taka gildi miðvikudaginn 18. nóvember og eru eftirfarandi:
- Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman.
- Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar milli fólks verður leyfð með þeim skilyrðum að notast sé við andlitsgrímur. Þetta á við um s.s. hárgreiðslustofur, nuddstofur, öku- og flugkennslu og sambærilega starfsemi. Hámarksfjöldi viðskiptavina á sama tíma er 10 manns.
- Í skólastarfi á framhaldsskólastigi mega nemendur og starfsmenn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað 10 áður en ber að nota andlitsgrímur sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð.
- Veitt er undanþágu frá grímuskyldu þeim sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Þeir sem fengið hafa COVID-19 eru einnig undanþegnir grímuskyldu geti þeir sýnt gilt vottorð þess efnis.
Viðbót sóttvarnalæknis við minnisblaðið
Uppfært frá Almannavörnum Höfuðborgarsvæðisins. 28.10.2020
Í ljósi þess að smit eru mun útbreiddari í samfélaginu en í fyrri bylgjum þá teljum við mikilvægt að auka samstarf sveitarfélaga við íþróttahreyfinguna þegar upp koma smit hjá börnum fæddum 2005 og síðar. Íþróttafélögin eru komin með leiðbeiningar eins og skólastjórnendur og vinna því í samvinnu við smitrakningateymi almannavarna, fylla út exelskjalið og upplýsa foreldra þeirra barna þar sem smitið kemur upp. Sjá neðan hlekk að PDF skjali með frekari upplýsingum og leiðbeiningum.
Uppfærð reglugerð 18. okt 2020 frá UMFÍ
Ný reglugerð um íþróttastarf
Mjög takmarkað íþróttastarf er heimilt á höfuðborgarsvæðinu. Enn eru kvaðir á allt íþróttastarf og fjölda áhorfenda um allt land.
Töluverðar breytingar eru á nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á íþróttastarfi frá því sem sóttvarnalæknir skrifaði um í minnisblaði í síðustu viku. Ný reglugerð tekur gildi þriðjudaginn 20. október, þar á meðal um íþróttastarf. Reglugerðin verður að óbreyttu í gildi til 10. nóvember.
Fram kemur í reglugerðinni að heimilt er með skilyrðum að standa fyrir og stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma.
Mikilvægt er að kynna sér reglugerð ráðherra hér að neðan vel. Við vekjum sérstaka athygli á ákvæði til bráðabirgða neðst í reglugerðinni sem fjallar um íþróttastarf og takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu til 10. nóvember:
Reglugerð um takmörkun á samkomum
Ef spurningar vakna er um að gera og senda þær á umfi@umfi.is
Reglugerðin sem kveður á um íþróttastarf er eftirfarandi:
Höfuðborgarsvæðið
- Íþrótta og heilsuræktarstarfsemi: Heimilt er með skilyrðum að standa fyrir og stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil.
- Heimildir fyrir íþróttastarfi, æfinga og keppna á vegum ÍSÍ gilda ekki á höfuðborgarsvæðinu.
- Íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri, þar með talið skólasund, sem krefst meiri snertingar og frekari blöndunar hópa en í skólastarfi, er óheimilt á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.
Íþróttir og keppnir utan höfuðborgarsvæðis:
- Þrátt fyrir 2 metra nálægðartakmörk eru snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), en virða skal 2 metra regluna í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Þrátt fyrir 20 manna fjöldatakmörk er allt að 50 einstaklingum heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum á vegum ÍSÍ. Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum.
- Íþrótta og heilsuræktarstarfsemi: Heimilt er með skilyrðum að standa fyrir og stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil.
Nánar
Reglugerðir Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir verða birtar í Stjórnartíðindum á morgun. Annars vegar er ný reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar og hins vegar breyting á reglugerð um takmarkanir á skólahaldi vegna farsóttar. Reglugerðirnar eru meðfylgjandi.
Heilbrigðisráðuneytið birti tilkynningu síðastliðinn föstudag þar sem gerð var grein fyrir meginefni áformaðra breytinga á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi næstkomandi þriðjudag en með þeim fyrirvara að nákvæm útfærsla einstakra þátta yrði skýrð með reglugerð. Við smíði reglugerðarinnar voru höfð að leiðarljósi þau meginsjónarmið sóttvarnaráðstafana að gætt sé því að fólk haldi fjarlægð sín á milli, komi ekki saman í stórum hópum og deili ekki sameiginlegum snertiflötum nema þeir séu sótthreinsaðir á milli einstaklinga. Jafnframt eru lýðheilsusjónarmið lögð til grundvallar með áherslu á að sem flestir geti stundað íþróttir og heilsurækt í einhverjum mæli.
Vakin er athygli á 5. gr. meðfylgjandi reglugerðar um takmarkanir á samkomum varðandi útfærslu á nálægðartakmörkun í íþróttum o.fl. og bráðabirgðaákvæði reglugerðarinnar sem kveður á um strangari takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en gilda á landsvísu. Nánar er greint frá þessu hér að neðan:
Reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar