Davíð Hildiberg á HMPrenta

Sund

Sundkappinn Davíð Hildiberg Aðalsteinsson úr ÍRB hefur keppni á HM25 í sundi á morgun þriðjudag. Mótið stendur í sex daga en því líkur sunnudaginn 11. des. Á morgun keppir Davíð í sinni aðalgrein 100m baksundi. Hægt er að fylgjast með Davíð og íslenska landsliðinu keppa í beinni útsendingu á fina/tv. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um mótið og komast inn á fina/tv á þessari síðu: http://fina.org/content/13th-fina-world-swimming-championships-25m-2016

Mynd af mótsstað, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson á sundlaugarbakkanum í Kanada.