Davíð Þór bikarmeistari.Prenta

Lyftingar

Þann 23.ágúst sl. fór fram Menningarbikarinn í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði. Heitið á mótinu vísar í Menningarnótt Reykjavíkurborgar sem er haldið upp á í dag. Þetta var í annað skiptið sem Bikarmót Kraftlyftingasambands Íslands í bekkpressu er haldið á sjálfa Menningarnótt. Mótshaldari var kraftlyftingadeild Ármanns í samstarfi við SBD Ísland. Mótsstaður var ekki af verri endanum en hann var Kjarvalsstaðir á Klambratúni en Kjarvalsstaðir eru hluti af Listasafni Reykjavíkur. Upphitun og vigtun fóru fram inni á safninu en keppnin fór fram undir tjaldi í garðinum á milli sýningarálma. Fjöldi manns lagði leið sína til að fylgjast með og létu ekki rigningarsuddann hafa áhrif á sig. Öll keppnsgjöld runnu í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. Fjöldi Íslandsmeta féllu í öllum aldursflokkum og margir bættu sinn persónulega árangur.

Davíð Þór frá Massa keppti bæði í klassískri bekkpressu og í búnaði. Hann var í fyrsta sæti í búnaði í -93kg í masters 1, þegar hann lyfti 160kg, sem að er einnig nýtt Íslandsmet. Davíð var líka stigahæstur í M1. Í bekkpressu í klassík var Davíð í 2.sæti í Masters 1, þegar hann lyfti 145kg.

Við óskum honum og öðrum keppendum til hamingju með árangurinn.

Hægt er að skoða nánari úrslit inn á

Úrslít í klassík

Úrslit í búnaði

Við bendum einnig á facebook síðuna okkar

Lyftingadeild UMFN – Massi