Körfuknattleiksdeildin hefur samið við Dedrick Basile til að leika með liðinu á komandi tímabili. Basile er bakvörður sem lék með Þór Akureyri á síðasta tímabili og skilaði hann í hús rúmlega 19 stigum og 8 stoðsendingum í þeim 25 leikjum sem hann lék með liðinu á síðasta tímabili. Basil er 26 ára bandaríkjamaður og óhætt að segja að hann styrkir enn frekar ansi þéttann hóp liðsins fyrir komandi átök.
Velkomin til Njarðvíkur Dedrick Basile.
Staðreyndir um Basile:
Hæð: 178 cm
Þyngd: 73 kg
Aldur: 26 ára (Fæddur 2.des 1994)