Í gærkvöldi lauk deildarkeppninni hjá ríkjandi Íslandsmeisturum okkar í Njarðvík. Ljónynjurnar lokuðu þá deildinni með öflugum útisigri gegn Val að Hlíðarenda. Lokatölur 73-79 þar sem Aliyah Collier fór hamförum.
Aliyah „Hunt Chief” Collier klukkaði 41 framlagsstig með 25 stig, 15 fráköst, 8 stoðsendingar og 7 stolna bolta og stangaði svo úr tönnunum með því að verja 2 skot. Mögnuð frammistaða.
Okkar konur fá verðugt verkefni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þegar liðið mætir deildarmeisturum Keflavíkur. Keflvíkingar verða með heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni og það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í úrslitaseríuna. Hér að neðan má sjá leikdagana í úrslitakeppninni:
(1) Keflavík – (4) Njarðvík
Leikur 1 – 3. apríl 20:15 (Blue höllin)
Leikur 2 – 6. apríl 20:15 (Ljónagryfjan)
Leikur 3 – 9. apríl 18:15 (Blue höllin)
Leikur 4 – 13. apríl 18:15 (Ljónagryfjan) *ef með þarf
Leikur 5 – 16. apríl 20:15 (Blue höllin) *ef með þarf
Svona var lokastaðan í deildarkeppninni 2022-2023:
Hér má svo sjá umfjallanir gærkvöldsins eftir viðureign Vals og Njarðvíkur í lokaumferð deildarinnar:
VF.is: Njarðvík vann á Hlíðarenda
Karfan.is: Hörkusigur hjá Njarðvík
Karfan.is: Öskruðum svolítið á hvort annað hérna í fyrri hálfleik
Vísir.is: Ótrúlegur viðsnúningur á Hlíðarenda
Vísir.is: Það verður stríð um Reykjanesbæ sem enginn má missa af