Deildarkeppni lokið: Úrslitakeppnin hefst 4. aprílPrenta

Körfubolti

Deildarkeppninni í Subwaydeild karla lauk í gærkvöldi með dramatískum sigri gegn Keflavík. Nacho Martin lokaði bæjarglímunni með þrist og lokatölur 79-82 í jöfnum og skemmtilegum leik.

Njarðvík og Valur luku því deildinni með jafn mörg stig eða 34 talsins þar sem Valur varð deildarmeistari með betri innbyrðis stöðu. Valsmenn töpuðu gegn Tindastól í lokaumferðinni og því voru liðin jöfn að stigum.

Þá varð það einnig ljóst í gær hvernig úrslitakeppnin er skipuð en eftirtalin lið mætast í 8-liða úrslitum:

Valur-Stjarnan
Njarðvík-Grindavík
Haukar-Þór Þorlákshöfn
Keflavík-Tindastóll

Lokastaðan í deildarkeppninni 2022-2023

Hér má sjá leikdaga okkar manna í 8-liða úrslitum gegn Grindavík:

(2) Njarðvík – (3) Grindavík

Leikur 1 – 4. apríl 20:15 (Ljónagryfjan)
Leikur 2 – 7. apríl 19:15 (HS Orku höllin)
Leikur 3 – 11. apríl 18:15 (Ljónagryfjan)
Leikur 4 – 14. apríl 18:15 (HS Orku höliln) *ef með þarf
Leikur 5 – 17. apríl 00:00 (Ljónagryfjan) *ef með þarf

Þess má geta að miðasala er hafin á leikina í úrslitakeppninni á Stubbur – app! Verið tímanlega í að tryggja ykkur miða.

Hér að neðan má svo nálgast umfjallanir um viðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í lokaumferðinni:

Endalínan: Lokaumferðin live from Brons

Karfan.is: Nacho Martin með sigurkörfuna í Keflavík

Karfan.is: Haukur – Góður undirbúningur fyrir playoffs

VF.is: Mögnuðum grannaslag lauk með sigri Njarðvíkur

Vísir.is: Keflvíkingar misstu 3. sætið

Vísir.is: Logi leggur skóna á hilluna eftir tímabilið

Myndasafn/ JBÓ