Deildarkeppninni lokið: Mætum ÍR í 8-liða úrslitumPrenta

Körfubolti

Deildarkeppninni í Domino´s-deild karla er lokið en Ljónin lokuðu henni í 2. sæti með jafn mörg stig og deildarmeistarar Stjörnunnar. Öruggur sigur vannst á Skallagrím í gærkvöldi og að umferð lokinni var ljóst að það eru Njarðvík og ÍR sem mætast í úrslitakeppninni.

Svona líta leikdagarnir út í 8-liða úrslitum gegn ÍR:

Njarðvík(2)-ÍR(7)

Leikur 1 – 21. mars Njarðvík-ÍR kl. 19:15 Beint á Stöð 2 Sport

Leikur 2 – 24. mars ÍR-Njarðvík kl. 19:15 Beint á Stöð 2 Sport

Leikur 3 – 27. mars Njarðvík-ÍR kl. 19:15

Leikur 4 – 29. mars ÍR-Njarðvík leiktími ákveðinn síðar

Leikur 5 – 1. apríl Njarðvík-ÍR leiktími ákveðinn síðar

Eins og fólk segir oft þá er ný keppni að hefjast núna og ljóst að Ljónagryfjan verður þéttsetin á heimaleikjunum, það mæta allir í grænu á þessa stórleiki og láta vel í sér heyra.