Njarðvíkurliðið tók á móti deildarmeistaratitlinum eftir 3-0 sigur á heimavelli gegn Hetti/Huginn.
Fyrir leikinn hafði liðið tryggt sér upp í Lengjudeildina að ári en þurfti sigur úr leik dagsins til að tryggja að bikarinn færi á loft fyrir framan stuðningsmenn á Rafholtsvellinum.
Það hafðist nokkuð sannfærandi með 3-0 sigri þar sem Magnús Þórir Matthíasson skoraði þrennu fyrir Njarðvíkinga.
Liðið fór því nokkuð sannfærandi með sigur af hólmi í 2.deildinni í sumar en liðið er með 52 stig þegar enn er 1 leikur eftir að mótinu.
Þá hefur Njarðvíkurliðið gert 60 mörk í sumar og aðeins fengið á sig 21.
Sannarlega frábært tímabil til þessa, en enn er einn leikur eftir og fer hann fram í Breiðholti næsta laugardag gegn ÍR-ingum klukkan 14:00.
Hér má finna umfjöllun og myndasafn frá Víkurfréttum:
https://www.vf.is/ithrottir/njardvikingar-deildarmeistarar-2022
Áfram Njarðvík!