Njarðvíkingar eru deildarmeistarar 2022 í Subwaydeild karla. Þvílíkt og annað eins kvöld að baki í Ljónagryfjunni okkar þar sem við lönduðum deildarmeistaratitlinum eftir svakalegan 98-93 sigur á Keflavík. Dedrick Basile fór fyrir okkar mönnum í kvöld með 25 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar.
Basile og Óli Helgi voru með dúndur rispur í fyrri og Fotis kom grimmur inn í þann síðari en okkar menn gerðu vel að halda sjó, sérstaklega þegar Keflvíkingar voru soldið með frákastabaráttuna sín megin.
Frábær sigur í spennandi deildarkeppni sem tryggir okkar mönnum heimavallarréttinn í úrslitakeppninni. Okkar andstæðingur í fyrstu umferð verður KR en þessi tvö félög hafa jafnan boðið upp á glimrandi rimmur í úrslitakeppninni og vart von á öðru þetta skiptið.
Stuðningsmenn voru algerlega framúrskarandi í kvöld, hjörðin átti húsið og stemmningin algerlega ógleymanleg og minnti óneitanlega á gamla tíma.
Sigurinn í kvöld er fyrsti deildarmeistaratitill félagsins síðan 2007 og var einkar kærkominn.
Umfjallanir helstu miðla:
Karfan.is: Njarðvíkingar deildarmeistarar eftir spennusigur gegn Keflavík
Karfan.is: Lykill Dedrick Deon Basile
Mbl.is: Njarðvíkingar kórónuðu frábært tímabil
VF.is: Nágrannaslagnum lauk með sigri Njarðvíkur
Vísir.is: Njarðvík deildarmeistari og Keflavík missti heimavallarréttinn
Mynd/ JBÓ – Mario Matasovic var öflugur í sigrinum gegn Keflavík í kvöld.