Dinkins best, Rúnar þjálfari ársins og Veigar prúðasturPrenta

Körfubolti

Lokahófi KKÍ fór fram á Fosshótel í vikulok. Þar voru þrír Njarðvíkingar heiðraðir fyrir sína frammistöðu í deildarkeppni Bónusdeildanna. Brittany Dinkins var valin besti erlendi leikmaður deildarinnar, Rúnar Ingi var valinn þjálfari ársins og Veigar Páll var útnefndur prúðasti leikmaður deildarinnar.

Öll þrjú einstaklega vel að þessum viðurkenningum komin – til hamingju Rúnar, Veigar og Brittany. Nánar um lokahófið má lesa á heimasíðu KKÍ.