Dolven á förum frá NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Johannes Dolven miðherjinn frá Noregi sem hefur verið á mála hjá félaginu mun ekki leika með Njarðvík í vetur. Johannes hefur verið með liðinu í fjórar vikur en það var ákveðið að framlengja samstarfinu ekki og heldur Johannes heim á næstu dögum.

Félagið þakkar Johannes góð kynni en þessi viðkunnalegi strákur lagði sig vel fram á tíma sínum með liðinu.