Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur gengið frá samningum við tvo nýja leikmenn fyrir komandi leiktíð.
Johannes Dolven er 24 ára norskur landsliðsmaður. Johannes er 206 cm miðherji sem útskrifaðist úr Barry University í vor en þar skilaði hann 9.1 stigi og 7.1 frákasti að meðaltali í leik. Í Barry lék hann með Elvari Má Friðrikssyni tímabilið 2017-2018.
Ryan Montgomery er 22 ára Bandaríkjamaður. Hann er 198 cm og getur leikið báðar framherjastöðurnar. Hann útskrifaðist úr Lee University í vor en þeir eru í 2.deild NCAA eins og Barry. Ryan var með 18,1 stig, 5,9 fráköst, 1,5 stoðsendingu og 1,3 stolna bolta að meðaltali í leik á lokaári sínu með Lee University.
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur bíður þá Dolven og Montgomery velkomna í Njarðtaksgryfjuna en koma erlendra leikmanna til landsins ræðst af stöðu mála við aðgerðir á landamærum Íslands.