Dómaranámskeið verður haldið í tengslum við Landsbankamótið. Námskeiðið verður haldið í K-húsinu 4. maí kl. 18:30 Nemendur munu síðan starfa undir leiðsögn á einum hluta á Landsbankamótinu.
Það er mjög mikilvægt fyrir félagið að eiga góðan hóp af dómurum til að aðstoða á þeim mótum sem við höldum og einnig á SSÍ mótum, en þar þarf félagið að skila inn starfsmönnum í hlutfalli við skráningar. Einnig er þetta skemmtileg leið til að öðlast innsýn inn í sundíþróttina og það sem krakkarni eru að fást við. Ég hvet því alla sem áhuga hafa að skrá sig en það má gera með því að senda póst á formadur.sk@gmail.com