Körfuknattleikssamband Íslands í samstarfi með dómaranefnd stóðu fyrir dómaranámskeiði fyrir yngri flokka UMFN núna í vikunni.
Það voru Njarðvíkingarnir Friðrik Árnason og Birgir Örn Hjörvarsson sem mættu og héldu frábært námskeið. Báðir flottir fulltrúar félagsins í dómarastéttinni. Svona námskeið gerir leikmönnum ekki bara kleift að dæma leiki heldur eykur skilning þeirra á leiknum.
Frábær mæting var á námskeiðið en það var var haldið fyrir 15 ára og eldri.
Unglingaráð UMFN vill þakka KKÍ og þeim Friðriki og Birgi kærlega fyrir.