Dósasöfnun KKD UMFN 28. janúarPrenta

Körfubolti

Kæru Njarðvíkingar.
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur verður í dósasöfnun þriðjudaginn 28. janúar frá kl. 17.30-21.00 í Njarðvíkurhverfi. Gengið verður í hús en við bjóðum fólki einnig upp á að skilja dósirnar sínar eftir fyrir utan húsin sín og við munum sækja til ykkar, áhugasamir geta sett heimilisföng sín í athugasemdir við færslu okkar á Facebook-síðu UMFN.
Með fyrirfram þökk fyrir góðar mótttökur og öflugan stuðning á tímabilinu sem og önnur tímabil.
#ÁframNjarðvík