Stákarnir í drengjaflokk duttu úr bikarnum í fjögurra liða úrslitum í gær gegn Stjörnunni í Garðabæ. Lokatölur urðu 76-65 fyrir Stjörnuna.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og munaði aðeins einu stigi í hálfleik þar sem Stjarnan leiddi 32-33.
Okkar strákum tókst að leysa svæðisvörn heimamanna ágætlega í fyrri hálfleik en Stjörnumenn spiluðu hana í 40 mínútur í gær. Í seinni hálfleik fór leikur okkar manna aðeins að hiksta og Stjörnumenn gengu á lagið. Hittnin var ekki góð í leiknum og gerist það oft að menn freistast að skjóta langskotum gegn svæðisvörn og var það raunin í gær. Strákarnir börðust allan tímann og sýndu að þeim virkilega langaði í höllina í bikarúrslitin, slæm hittni og rangar ákvarðanir í vörnnni oft á tíðum varð til þess að bikarævintýrið endaði í Ásgarði.
Engu að síður frábær árangur að komast þetta langt miðað við hversu mörg sterk lið náðu ekki inní fjögurra liða úrslitin.
Næsti leikur er gegn Keflavík 7.febrúar í íþróttahúsinu við Sunnubraut.