Drengjaflokkur: Frábær sigur í grannaslagPrenta

Drengjaflokkur sigraði granna sína í Keflavík í íþróttahúsinu við Sunnubraut í gær. Strákarnir spiluðu vel mestan part leiksins og leiddu í hálfleik með 14 stigum, þegar leikmenn komu af bekknum jókst munurinn, en allir 10 leikmenn liðsins spiluðum í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn byrjaði vel og náðu okkar menn 20 stiga mun fljótlega. Allir börðust í vörninni og var það grunnurinn að sigrinum í gær. Einnig small sóknarleikurinn vel á móti 3-2 svæðisvörn Keflvíkinga en það hafði verið vandamál í síðasta leik gegn Stjörnunni. Strákarnir keyrðu hvað eftir annað að körfunni og fundu samherja sína undir körfunni eða í opnum skotum fyrir utan. Lokatölur leiksins voru 77-86. Gabríel var stigahæsti leikmaðurinn vallarins með 39 stig og er þetta í annað sinn sem hann er í kringum 40 stigin í vetur. Allir aðrir leikmenn liðsins voru einnig a skila sínu og berjast um alla bolta. Veigar Páll kom sterkur inn af bekknum og skoraði 19 stig , Ólafur Bergur endaði með 12.
Nú þurfa strákarnir að halda áfram þessum sterka varnaleik í næstu leikjum.