Eggert á NorðurlandamótiPrenta

Lyftingar

Eggert Gunnarsson tók þátt í sínu fyrsta kraftlyftingarmóti erlendis síðastliðna helgi er hann keppti á Norðurlandamóti unglinga í klassískum kraftlyftingum. Mótið var haldið í Pornainen, Finnlandi.

Eggert keppti í -105kg flokki unglinga (18-23 ára) og lenti þar í fjórða sæti með 587,5kg í samanlögðum árangri sem er persónuleg bæting um 30kg.

Í hnébeygju lyfti hann 200kg í ananri tilraun sem er jöfnun á hans besta árangri. Í þriðju tilraun beygði hann 215kg en lyftan var því miður dæmd ógild útaf dýpt. Í bekkpressu voru allar lyftur gildar: 130kg í fyrstu tilraun, næst 140kg og loks 147,5kg sem var persónuleg bæting um 5kg.

Í réttstöðu opnaði Eggert örugglega með 220kg og í annari tilraun lyfti hann 240kg sem er persónuleg bæting um 20kg. Eggert freistaði gæfunar í þriðju tilraun er hann reyndi við 250kg en það reyndist vera of þungt þann daginn.

Glæsilegur árangur hjá okkur manni í Finnlandi!
Við óskum honum innilega til hamingju með árangurinn
og hvetjum hann til frekarii framfara á komandi árum.

Eggert lyftir 240kg í réttstöðu