Njarðvík lá gegn Grindavík í 4. umferð Domino´s-deildar karla, lokatölur 78-66. Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið erfiður áhorfs fyrir Njarðvíkinga og komst Einar Árni Jóhannsson þjálfari ágætlega að orði við Vísir.is eftir leik þegar hann sagði: „Okkur finnst við vera fjarri því sem við viljum standa fyrir. Við þurfum bara að vinna í okkar leik og við vitum að það er mikið fyrir okkur að bæta. Það er ekki skortur á gæðum í þessum hóp en við þurfum að koma okkur á betri blaðsíðu saman og sýna meiri eld og vilja.“
Hér má sjá umfjöllun Vísis um leikinn
Hér má sjá umfjöllun Karfan.is um leikinn
Hér má sjá umfjöllun Mbl.is um leikinn
Ef þið hafið gert ykkur ferð um að renna yfir þessar umfjallanir og misstuð af leiknum má sjá þarna rauðan þráð, sá er auðvitað að Ljónin þurfa nú að spyrna við frá botninum eftir þrjá tapleiki í röð. Þann 1. nóvember kemur Stjarnan í heimsókn og er það kjörið tækifæri til að snúa vörn í sókn. Það hefst með öflugum stuðningi í stúkunni, nú er lag að þétta raðirnar á bak við sína menn góðir Njarðvíkingar.
#ÁframNjarðvík