Einar Jónsson var í gær kjörinn nýr formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur á aukaaðalfundi deildarinnar sem fram fór í IceMar Höllinni. Þá mun Ólafur Bergur Ólafsson áfram gegna stöðu varaformanns.
Einar tekur við formannsembættinu af Halldóri Karlssyni sem fyrir aðalfund lét af störfum formanns deildarinnar. Við þökkum Halldóri kærlega fyrir vel unnin störf í þágu körfuboltans í Njarðvík – fyrir fánann og UMFN.
Ný stjórn deildarinnar er skipuð eftirtöldum aðilum:
Formaður : Einar Jónsson
Varaformaður :Ólafur Bergur Ólafsson
Gjaldkeri : Hilmar Örn Arnórsson
Stjórn : Aníta Carter, Ásdís Ágústsdóttir, Eyrún Ósk Elvarsdóttir, Freyr Brynjarsson, Gísli Gíslason, Hafsteinn Sveinsson,
Varastjórn : Eigill Vignisson, Oddur Fannar, Alexander Ragnarsson.