Einar Valur Árnason og Ingi Þór Þórisson hafa verið ráðnir þjálfarar 2. flokks. Þeir félagar eru vel þekktir inna knattspyrnudeildarinnar. Einar Valur á að baki 180 leiki með meistaraflokki, Ingi Þór hefur verið í þjálfarahópi okkar frá 2010 og einnig með 6. flokk drengja, hann á einnig að baki leiki með meistaraflokki.
Æfingar hefjast á þriðjudaginn kemur þann 24. október kl. 18:50 í Reykjaneshöll og í framhaldi af því verður æfingatafla kynnt. Knattspyrnudeildin bíður þá velkomna til starfa fyrir 2. flokk.
Mynd/ Ingi Þór og Einar Valur