Eitt þúsund leikir í mótum KSÍPrenta

Fótbolti

Eins og komið hefur fram þá var leikurinn gegn Fylki í Lengjubikarnum á fimmtudagskvöldið leikur númer 1000 í mótum hjá KSÍ á rúmum 50. árum. Njarðvík tók þátt fyrst í Íslands og bikarkeppni KSÍ árið 1968 árið sem deildin var stofnuð. Síðan þá höfum við tekið þátt í þessum báðum mótum í 49 ár, árið 1974 var ekki sent lið til keppni, árið 1997 bættist nýtt mót við hjá okkur Deildarbikarinn sem í dag heitir Lengjubikarinn.

Við voru að sjálfsögðu þátttakendur í Suðurnesjamótum og Stórabikarnum sem gengu hér áður fyrr en þau voru ekki í umsjón KSÍ. Þegar keppnistímabilinu 2018 lauk höfðum við leikið 996 mótsleiki þannig að það færðist fyrir á þetta ár að klára leik númer 1000.

Njarðvík hefur ekki náð að leika ofar en í B. deild en sem komið er en besti árangur þar er 5. til 8. sæti árið 1984, og svo 6. sæti árið 2003 og  á síðasta ári í Inkasso-deildinni (B.deild). Tvisvar sinnum hefur Njarðvík sigrað C. deildina árið 1981 og 2017. Þá vann Njarðvík Deildarbikarkeppi neðri deildar árið 2003.

Nú styttist í að leikjum í Lengjubikarnum lýkur en eftir er leikur við ÍBV og æfingaferð til Tyrklands framundan. Mjólkurbikarinn hefst síðan í apríl en við mætum til leiks í annari umferð þá annaðhvort gegn Hvíta riddaranum eða Kormákur/Hvöt sem leika saman í fyrstu umferð. Inkasso-deildinn hefst síðan í Laugardalnum í ár gegn Þrótti þann 4. maí.

Þessi tafla sýnir fjölda leikja hvert ár í mótum ásamt

Ár B deild C deild D deild Bikar D-bikar Lokastaða meistaraflokks
1968 6 3 3. sæti riðlakeppni, 7. – 9. sæti í C. deild
1969 6 2 2. sæti í riðlakeppni, 6. – 10. sæti í C. deild
1970 6 1 3. sæti í riðlakeppni, 15. – 20. sæti í C. deild
1971 12 3 2. sæti í riðlakeppni, 5. – 8. sæti í C. deild
1972 12 3 4. sæti í riðlakeppni, 13. – 16. sæti í C. deild
1973 8 2 4. sæti í riðlakeppni, 19. – 23. sæti í C. deild
1974 Engin þátttaka
1975 12 2 2. sæti í riðlakeppni, 8. – 14. sæti í C. deild
1976 8 1 4. sæti í riðlakeppni, 22. – 27. sæti í C. deild
1977 10 1 5. sæti í riðlakeppni, 25. – 30. sæti í C. deild
1978 12 1 1. sæti í riðlakeppni, 5. – 6. sæti í C. deild
1979 12 1 2. sæti í riðlakeppni, 7. – 12. sæti í C. deild
1980 12 1 3. sæti í riðlakeppni, 13. – 18. sæti í C. deild
1981 12 1 Deildarmeistarar 3. deild
1982 18 2 6. – 7. sæti B. deild
1983 18 1 5. – 8. sæti B. deild
1984 18 1 8. sæti B. deild
1985 18 4 7. sæti B. deild
1986 18 1 9. sæti B. deild, fall í C. deild
1987 18 1 8. sæti C. deild, Suð vestur riðill
1988 16 6 9. sæti C. deild, Suð vestur riðill, fall í D. deild
1989 10 2 3. sæti í riðlakeppni
1990 12 1 4. sæti í riðlakeppni
1991 10 1 4. sæti í riðlakeppni
1992 14 1 4. sæti í riðlakeppni
1993 12 1 2. sæti í riðli, 5 – 8 í úrslitakeppni
1994 16 1 1. sæti í riðli, 5 – 8 í úrslitakeppni
1995 12 1 3. sæti í riðlakeppni
1996 14 1 2. sæti í riðli, 5 – 8 í úrslitakeppni
1997 14 1 5 3. sæti í riðlakeppni
1998 12 1 5 2. sæti í riðli, 5 – 8 í úrslitakeppni
1999 17 3 5 1. sæti í riðli, 3. sæti í D. deild
2000 17 1 5 1. sæti í riðli, 5 – 8 í úrslitakeppni
2001 18 1 5 3. sæti í C deild, færðist upp í B. deild
2002 18 3 6 2. sæti í C deild, upp í B. deild
2003 18 2 7 6. sæti í B. deild, Deildarbikarmeistar neðri deilda
2004 18 2 7 10. sæti í B. deild, fall í C. deild
2005 18 3 5 3. sæti í C. deild
2006 18 3 5 2. sæti í C deild, upp í B. deild
2007 22 1 6 8. sæti í B. deild
2008 22 1 5 11. sæti í B.deild, fall í C. deild
2009 22 2 6 2. sæti í C. deild, upp í B. deild
2010 22 2 7 12. sæti í B deild, fall í C. deild
2011 22 2 5 3. sæti í C. deild
2012 22 2 7 8. sæti í C. deild
2013 22 2 6 6. sæti í C. deild
2014 22 2 5 8. sæti í C. deild
2015 22 2 5 10. sæti í C. deild
2016 22 2 5 8. sæti í C. deild
2017 22 2 6 Deildarmeistarar 2. deild
2018 22 3 5 6. sæti í Inkasso-deildinni

 

Mynd/ leikmannahópurinn í síðasta leik gegn Fylki.