Njarðvík tapaði 1 – 0 fyrir toppliði HK í Kórnum í kvöld. Fyrir leikinn var ljóst að þrír sterkir leikmenn okkar myndu taka út leikbönn, þeir Luka Jagacic, Magnús Þór Magnússon og Stefán Birgir Jóhannesson og það er stór biti fyrir liðið. HK ingar voru sterkari aðilinn í leiknum en okkur tókst að halda í við þá allan tímann bæði vörn og markvörður sá til þess að þeir settu ekki nema þetta eina mark. Mark þeirra kom á 31 mín eftir hornspyrnu, stuttu seinna áttu þeir einning skot í slánna. Við áttum einnig smá möguleika að koma á þá marki en það gekk ekki eftir.
Seinnihálfleikur var á sömu nótum og sá fyrri, liðin skiptust á að sækja og heimamenn ivið sterkari aðilinn. Njarðvíkingar náðu nokkrum hættulegum sóknarlotum í síðasta hluta leiksins án þess að ná að jafna.
Úrslit leiksins teljast sanngjörn en með smá heppni hefðum við geta tekið annað stigið. Þetta var hörkuleikur og þeir leikmenn sem tóku stöðurnar sem losnuðu skiluðu því ágætlega. Næsti leikur er á laugardaginn eftir viku þegar Magni kemur í heimsókn.
Leikskýrslan HK – Njarðvík
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús
Myndirnar eru úr leiknum í kvöld