Njarðvík heimsækir Keflavík í Blue-höllina í Bónus-deild karla föstudagskvöldið 18. október og hefst leikurinn kl. 18.30. Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að fjölmenna í grænu og þá verður leikurinn einnig í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.
Fyrir kvöldið hafa Njarðvík og Keflavík bæði unnið einn og tapað einum leik í fyrstu tveimur umferðunum. Ljónin töpuðu naumlega gegn Þór Þorlákshöfn í fyrstu umferð og unnu svo glæsilegan sigur gegn Álftnesingum í vígsluleik IceMar-Hallarinnar. Keflavík hafði Álftanes í fyrstu umferð í framlengingu og lá svo gegn Hetti á útivelli í annarri umferð.
Þess má geta að ný og skemmtileg síða á Facebook er komin í loftið og heitir hún Stattnördarnir. Í morgun skelltu þeir fram eftirfarandi um viðureignir Keflavíkur og Njarðvíkur: Keflavik – Njarðvík. El Classico eins og hann er kallaður fer nú fram í Keflavík í 48. skiptið. Keflvíkingar hafa unnið 25 sinnum en Njarðvíkingar 22 sinnum.“
Takið annað kvöld frá, mætum og styðjum Ljónin í skemmtilegustu körfuboltarimmu landsins!
Áfram Njarðvík