Elías á leið í Augusta háskólannPrenta

Körfubolti

Elías Bjarki Pálsson hefur skrifað undir hjá Augusta háskólanum í Bandaríkjunum og mun hefja nám vestanhafs síðsumars á þessu ári. Nýr kafli framundan hjá okkar manni sem hefur komið sér vel fyrir í byrjunarliði Njarðvíkur og látið vel að sér kveða síðustu misseri í Subway-deildinni.

Augusta er í NCAA II deildinni og leikur þar á landsvísu í Bandaríkjunum í PBC riðlinum eða Peach Belt Conference. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur óskar Elíasi til hamingju með staðfestinguna á háskólanáminu í Augusta og hlökkum til að njóta síðustu leikjanna hjá Elíasi í Njarðvíkurbúningi í bili.