Elías og Þorvaldur öflugir í Garðabæ: Það helsta frá sigrinumPrenta

Körfubolti

Njarðvík landaði tveimur mikilvægum stigum í Subway-deild karla í gærkvöldi með spennusigri gegn Stjörnunni. Lokatölur 92-101.

Þorvaldur og Elías fóru mikinn í leiknum, Þorvaldur með 24 stig og Elías 23. Í fyrri hálfleik leit allt út fyrir að ljónin myndu vinna stórsigur en heimamenn í Stjörnunni bitu frá sér í síðari hálfleik og gerðu þetta að spennuslag. Okkar menn kláruðu þó verkefnið vel og tvö verðskulduð stig í hús. Körfuboltakvöld valdi svo þá Þorvald og Elías báða í úrvalslið umferðarinnar.

Hér má nálgast helstu umfjallanir leiksins

Vísir.is: Mjúkir Garðbæingar lágu fyrir öflugum Njarðvíkingum

Vísir.is: Man ekki eftir að hafa lent í þessu áður

Mbl.is: Njarðvík aftur á sigurbraut

Karfan.is: Njarðvík með útisigur í Garðabæ

Staðan í deildinni