Elías, Rafn, Jan og Bergvin framlengja í NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Penninn var á lofti í Ljónagryfjunni þegar fjórir uppaldir og efnilegir leikmenn sömdu við Njarðvíkinga. Allir fengu leikmennirnir smjörþefinn af spilamennsku í Subway-deildinni á síðasta tímabili en freista þess að vinna sér sæti í liði ríkjandi deildarmeistara þegar deildin fer aftur af stað í haust. Þ

Leikmennirnir eru Elías Bjarki Pálsson, Rafn Edgar Sigmarsson, Jan Baginski og Bergvin Einir Stefánsson. Með þeim á myndinni eru Benedikt Guðmundsson þjálfari og Kristín Örlygsdóttir formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.