Elsa Pálsdóttir varð Evrópumeistari í dag þegar hún tók þátt í EM í kraftlyftingum í búnaði í Pilsen í Tékklandi.
Elsa átti gott mót. Í hnébeygju lyfti hún 160kg í fyrstu lyftu en missti jafnvægið, í annari lyftu tók hún aftur 160kg sem voru gild, í þriðju lyftu reyndi hún við 170,5kg sem að hefði verið nýtt heimsmet en fékk því miður ógilt á dýptina en 160kg dugðu til gullverðlauna.
Í bekkpressu lyfti hún mest 77,5kg sem að tryggði henni silfur í greininni.
Í réttstöðulyftu lyfti hún í sinni fyrstu lyftu165kg, í annari lyftu lyfti hún 176kg sem að er heimsmet og gerði sér lítið fyrir og lyfti 182,5kg í þriðju lyftu og bætti þar með eigið heimsmet samtals lyfti Elsa 420kg og var hún stigahæst kvenna á mótinu.

Við óskum Elsu til hamingju með Evrópumeistaratitilinn, heimsmetin og frábæran árangur og þökkum Kristleifi yfirþjálfara fyrir drifkraft og sitt framlag til keppenda.