Elsa heimsmeistari í klassískum kraftlyftingumPrenta

Lyftingar

Elsa Pálsdóttir er heimsmeistari í -76kg flokki kvenna í klassískum kraftlyftingum í öldunga flokki M3 (60 ára og eldri)

Elsa keppti á heimsmeistaramóti í klassískum kraftlyftingum í Halmstad, Svíþjóð nú rétt í þessu. Hún lyfti 120 kg í hnébeygju í fyrstu tilraun sem var gild. Önnur lyftan var tilraun til að bæta eigið heimsmet um 2,5kg, en það gekk því miður ekki upp. En í þriðju tilraun lyfti Elsa 132,5kg og var lyftan gild og því nýtt heimsmet í hnébeygju. Í bekkpressu lyfti Elsa 55 kg í fyrstu tilraun. Næst lyfti hún 60 kg, sem var jöfnun á hennar besta árangri. Elsa reyndi svo við 62,5kg í þriðju lyftu en það gekk því miður ekki upp. Í réttstöðu lyfti Elsa 145kg í fyrstu tilraun. Í annari tilraun reyndi hún að bæta eigið heimsmet um 2,5kg en það gekk því miður ekki upp. En í þriðju tilraun safnaði Elsa allri sinni orku og reif 160kg upp úr gólfinu og bætti þar með eigiið heimsmet um 2,5kg.

Hnéybeygja  120132,5132,5
Bekkpressa   55  –   60    –  62,5
Réttstaða      145 –  160  – 160

Elsa sigraði flokkinn með 352,5 kg í samanlögðu sem er einnig nýtt heimsmet í samanlögðum árangri. Heildar árangur Elsu á mótinu var því: gull verðlaun í hnébyegju, silfur verðlaun í bekkpressu, gull verðlaun í réttstöðu, 3 heimsmet og var krýnd heimsmeistari í -76kg flokki kvenna (M3 öldunga) í klassískum kraftlyftingum.
Innilega til hamingju með árangurinn Elsa!

HÉR má sjá upptöku frá mótinu.

Myndir: Skjáskot af YouTube-síðu IPF