Elsa Heimsmeistari í kraftlyftingum í BúnaðiPrenta

Lyftingar

Elsa Pálsdóttir er HEIMSMEISTARI í kraftlyftingum í búnaði 2024 og setti HEIMSMET í réttstöðu.

Ótrúlegt en satt, þá varð hún heimsmeistari á sínu fyrsta móti í búnaði.

Alveg hægt að segja að ferð hennar til S-Afríku hefur vægast sagt verið árangursrí og vel ferðarinnar virði. Uppskeran hennar tveir heimsmeistaratitlar, eitt heimsmet, 2 gull í hnébeygju, 2 silfur í bekkpressu og 2 gull í réttstöðu. 💪🇮🇸💪

Elsa segist vera þakklát fyrir að hafa heilsu til að stunda þetta áhugamál sitt og fá tækifæri til að ferðast um allan heim til að keppa við þær bestu á sínum aldri í sportinu. Hún sé líka óendanlega þakklát þeim sem styðja sig með einum eða öðrum hætti og gera henni fært að taka þátt í þessu kraftlyftingar ævintýri.

Hörður Birkisson tók líka þátt í heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum í búnaði. Hann keppti í í -74 kg flokki öldunga 60-69 ára. Hörður lyfti 170 kg í hnébeygju sem er jöfnun á gildandi Íslandsmeti. Í bekkpressu lyfti hann mest 120 kg og tvíbætti Íslandsmet Sæmundar Guðmundssonar og í réttstöðulyftu kláraði hann 180 kg en átti góða tilraun við 202.5 kg. Samanlagður árangur hans var 470 kg sem gaf honum fjórða sætið í flokknum.

Í vikunni fór einnig fram EM í klassískum kraftlyftingum og var Daníel Riley frá Massa að keppa fyrir hönd Íslands á sínu fyrsta Evrópumóti. Hann keppti í -74kg flokki Daniel lyfti 182.5 kg í hnébeygju, 130 kg í bekkpressu og 182.5 kg í réttstöðulyftu. Samanlagt lyfti hann 495 kg og hafnaði í 10. sæti á sínu fyrsta E

Við í Massa óskum henni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur og erum stolt að eiga heimsmeistara og öfluga keppendur.