EM öldunga í klassískum kraftlyftingum byrjaði vel hjá okkar fólki.
Elsa Pálsdóttir átti glæsilegt mót og vann Evrópumeistaratitilinn, fjórða árið í röð og setti um leið heimsmet í hnébeygju. Elsa, sem keppir í -76 kg Masters 3 flokki (60-69 ára) lyfti 145 kg í hnébeygju, 65 kg í bekkpressu og 165 kg í réttstöðulyftu.
Þessi árangur skilaði henni gullverðlaunum í hnébeygju og réttstöðu en silfri í bekkpressu. Samanlagður árangur hennar var 375 kg sem gera 74.59 IPF og varð hún þar með Evrópumeistari í sínum flokki.
Þessa má geta að hún var þriðja stigahæst kvenna yfir alla þyngdarflokka í sínum aldursflokki.
Hörður Birkisson keppti í -74 kg Masters 3 flokki (60-69 ára)og var hann töluvert frá sínu besta en hann hefur undanfarið verið að glíma við meiðsli. Hörður lyfti 160 kg í hnébeygju, 85 kg í bekkpressu og 180 kg í réttstöðulyftu og hafnaði í 8. sæti með 425 kg í samanlögðum árangri. Sigurvegari í flokknum varð heimamaðurinn Ortega Fernando Jimenez með 559 kg sem er nýtt heimsmet í flokknum.
Massi óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Á fimmtudaginn klukkan 12.30 þá mun Sturla stíga á keppnispallinn og á laugardaginn er svo komið að Benedikt.
Við minnum á að hægt er að horfa á streymi HÉR í gegnum youtube