Elsa varði titilinnPrenta

Lyftingar

Elsa Pálsdóttir varði Evrópumeistaratitilinn sinn þegar hún keppti í dag á EM í klassískum kraftlyftingum í dag í Frakklandi 11.febrúar

Elsa Pálsdóttir var fyrst á pallinn, Hún keppir í M3 (60-69 ára), -76 kg. Elsa er enginn nýliði þegar kemur að því að slá Evrópumet og heimsmet og hún sló ekki slöku við. Í hnébeygju tvíbætti hún heimsmetið í annarri með 146 kg og í þriðju lyftu með 150 kg. Í bekkpressu lyfti hún 67,5 kg. Í réttstöðulyftu lyfti hún best 165 kg. Samanlagður árangur varð 382, 5 kg sem er nýtt heimsmet. Uppskeran varð gull í hnébeygju og réttstöðu og silfur í bekkpressu. Með frábærum degi á pallinum varði Elsa Evrópumeistaratitill sinn og það ekki í fyrsta skipti.

Hörður Birkisson keppti í M3 (60-69 ára), -74 kg. Hörður lyfti í hnébeygju 172,5 kg og í bekkpressu 95 kg. Í réttstöðulyftu lyfti hann 190 kg. Samanlagður árangur 457,5 kg. Hörður hlaut brons í hnébeygju og silfur í réttstöðulyftu. Flottur árangur hjá Herði sem skilaði honum þriðja sæti í flokknum.

Þriðjudaginn 11. febrúar keppti svo Jens Elís Kristinsson keppti í M3 (60-69 ára), -105 kg. Þetta er fyrsta alþjóða mótið sem Jens keppir á. Jens átti góðan dag á pallinum. Hann tók 150 kg í hnébeygju og bætti sig í bekkpressu þar sem hann lyfti 107,5 kg. Í réttstöðulyftu tók hann 200 kg og lauk keppni með samanlagðan árangur 457,5 kg. Jens hafnaði í 6. sæti í sínum flokki.

Massi óskar öllum innilega til hamingju með frábæran árangur og þakklæti til Kristleifs þjálfara sem hefur staðið sig frábærlega.