Elvar og Kamilla valin best á lokahófi NjarðvíkurPrenta

Körfubolti

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fór fram þann 24. apríl síðastliðinn. Við hófið voru þau Elvar Már Friðriksson og Kamilla Sól Viktorsdóttir valin bestu leikmenn meistaraflokkanna. Hér að neðan má sjá þá sem hlutu verðlaun við hófið:

Besti leikmaður: Elvar Már Friðriksson
Mikilvægasti leikmaður: Jeb Ivey
Besti varnarmaður: Ólafur Helgi Jónsson
Efnilegasti leikmaður: Jón Arnór Sverrisson

Besti leikmaður: Kamilla Sól Viktorsdóttir
Besti varnarmaður: Júlía Scheving Steindórsdóttir
Efnilegasti leikmaður: Jóhanna Lilja Pálsdóttir
Mestu framfarir: Vilborg Jónsdóttir

Örvar Kristjánsson mætti og kitlaði hláturtaugar gestanna og bræðurnir Alexander og Jakob Grybos tóku nokkur vel valin lög við góðar undirtektir gesta en þar fara tveir mjög efnilegir tónlistarmenn.

Myndir/ JBÓ: Frá lokahófi KKD UMFN 2019.